Ísafjörður Hilmir Hallgrímsson og félagar í Vestra eru komnir í úrvalsdeild.
Ísafjörður Hilmir Hallgrímsson og félagar í Vestra eru komnir í úrvalsdeild. — Ljósmynd/Anna Ingimars
Eftir sjö ára fjarveru eiga Vestfirðingar á ný úrvalsdeildarlið í körfubolta. Vestri tryggði sér sæti í efstu deild á afar sannfærandi hátt í gærkvöld með því að sigra Hamar úr Hveragerði, 100:82, í fjórða úrslitaleik liðanna sem fram fór á Ísafirði.

Eftir sjö ára fjarveru eiga Vestfirðingar á ný úrvalsdeildarlið í körfubolta. Vestri tryggði sér sæti í efstu deild á afar sannfærandi hátt í gærkvöld með því að sigra Hamar úr Hveragerði, 100:82, í fjórða úrslitaleik liðanna sem fram fór á Ísafirði.

Vestramenn unnu þar með einvígið 3:1 og fylgja Breiðabliki upp í úrvalsdeildina. KFÍ, forveri Vestra í körfuboltanum fyrir vestan, lék síðast í deildinni keppnistímabilið 2013-2014.

Leikurinn í gærkvöld var aldrei spennandi því staðan var 59:28 í hálfleik og í raun formsatriði fyrir Vestramenn að sigla sigrinum í höfn eftir það.

Ken-Jah Bosley skoraði 27 stig fyrir Vestra, Gabriel Adersteg 20 og þeir Hilmir Hallgrímsson og Nemanja Knezevic 15 stig hvor. Knezevic tók auk þess 12 fráköst.

Pálmi Geir Jónsson skoraði 17 stig fyrir Hamar og Ruud Lutterman 14. vs@mbl.is