Ofbeldi færist í aukana í Myanmar.
Ofbeldi færist í aukana í Myanmar. — AFP
Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sagði að vaxandi ofbeldisverk ættu sér stað í Mjanmar, áður Búrma, og landið væri sokkið niður í „mannréttindaógæfu“ í kjölfar herbyltingarinnar 1. febrúar sl.

Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sagði að vaxandi ofbeldisverk ættu sér stað í Mjanmar, áður Búrma, og landið væri sokkið niður í „mannréttindaógæfu“ í kjölfar herbyltingarinnar 1. febrúar sl. er Aung San Suu Kyi var hrakin frá völdum. Bachelet sagði umsvif hersins í ýmsum héruðum landsins hafa aukist og hvatti hún til þess að ofbeldisverkum yrði hætt til að afstýra auknu manntjóni og dýpkandi neyðarástandi í mannúðarmálum. Á aðeins röskum fjórum mánuðum hefur Mjanmar „breyst úr brothættu lýðræðisríki í mannréttindaógæfu,“ sagði Bachelet í tilkynningu. Bætti hún því við að her landsins „bæri einn ábyrgð“ á því hvernig komið væri. Á myndinni færa óbreyttir borgarar íbúum í austurhluta landsins matvæli sem verið hafa af skornum skammti vegna stríðsátaka. agas@mbl.is