Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik fer til Svartfjallalands í ágúst en þar verður leikinn riðillinn í forkeppni heimsmeistaramótsins 2023. Dregið var í riðlana í apríl og Ísland lenti þá í E-riðli með Svartfjallalandi og Danmörku.

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik fer til Svartfjallalands í ágúst en þar verður leikinn riðillinn í forkeppni heimsmeistaramótsins 2023.

Dregið var í riðlana í apríl og Ísland lenti þá í E-riðli með Svartfjallalandi og Danmörku. Tvö liðanna komast áfram í sjálfa undankeppni HM en ljóst er að mjög erfitt verkefni bíður íslenska liðsins gegn tveimur sterkum andstæðingum.

Keppt verður í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands, dagana 12. til 18. ágúst, en FIBA staðfesti í gær hvar riðlarnir yrðu leiknir. Leikin er tvöföld umferð og því eru fjórir leikir á dagskrá hjá íslenska liðinu á þessum sjö dögum.

Svíar, Portúgalar og Austurríkismenn leika í Matosinhos í Portúgal.

Rúmenar, Lettar og Hvít-Rússar leika í Riga í Lettlandi.

Norður-Makedóníumenn, Svisslendingar og Slóvakar leika í Skopje í Norður-Makedóníu.

Í þessum fjórum riðlum er leikið um síðustu átta sætin í undankeppni HM 2023 en alls leika 32 þjóðir í átta riðlum undankeppninnar.