Barnamenning Lokadagar Barnamenningarhátíðar verða á Árbæjarsafni.
Barnamenning Lokadagar Barnamenningarhátíðar verða á Árbæjarsafni. — Morgunblaðið/Eggert
Um helgina lýkur Barnamenningarhátíð í Reykjavík með Ævintýrahöll, menningardagskrá fyrir alla fjölskylduna, á svæði Árbæjarsafns. Frítt er inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Fram kemur í tilkynningu, að á dagskránni eru m.a.

Um helgina lýkur Barnamenningarhátíð í Reykjavík með Ævintýrahöll, menningardagskrá fyrir alla fjölskylduna, á svæði Árbæjarsafns. Frítt er inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum.

Fram kemur í tilkynningu, að á dagskránni eru m.a. Leikhópurinn Lotta, söngkonan Bríet, krakkakarókí, sögustund, Æskusirkus, Blaðrarinn, afródans, fuglasmiðja og öll stemmingin sem Árbæjarsafn býður upp á.

Í húsunum á svæðinu verður handverk til sýnis og sölu og hægt að gæða sér á heitum lummum. Er fólk hvatt til að taka strætó, hjóla eða ganga því bílastæði eru af skornum skammti.

Hátíð í tæpa tvo mánuði

Barnamenningarhátíð var sett 20. apríl með opnun myndlistarsýningar í Listasafni Reykjavíkur.

Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar, að vettvangur hátíðarinnar sé borgin öll en fjölbreyttir viðburðir hafa farið fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum.