Akureyri Vigdís Jónsdóttir keppir í sleggjukasti á Þórsvellinum í dag.
Akureyri Vigdís Jónsdóttir keppir í sleggjukasti á Þórsvellinum í dag. — Ljósmynd/University of Memphis
Flest besta frjálsíþróttafólk landsins er mætt til Akureyrar þar sem Meistaramót Íslands verður haldið í dag og á morgun.
Flest besta frjálsíþróttafólk landsins er mætt til Akureyrar þar sem Meistaramót Íslands verður haldið í dag og á morgun. Þar á meðal eru kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir, sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir og millivegalengdahlauparinn Baldvin Þór Magnússon sem hefur sett þrjú Íslandsmet í ár og keppir á mótinu í fyrsta skipti. Mótið hefst á Þórsvellinum klukkan 11.