[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Rakstur og umhverfisáhrif eins og hiti, kuldi, vindar og mengun geta haft mikil áhrif á ástand húðar og því er mikilvægt fyrir herra að nota húðvörur sem næra, mýkja og vernda húðina.

Rakstur og umhverfisáhrif eins og hiti, kuldi, vindar og mengun geta haft mikil áhrif á ástand húðar og því er mikilvægt fyrir herra að nota húðvörur sem næra, mýkja og vernda húðina. Það sama má segja um reglulegan rakstur, í hvert skipti sem karlmenn raka sig slípa þeir ysta lag húðarinnar í leiðinni. Með notkun róandi andlitskrema má auðveldlega koma í veg fyrir þessa þróun. Marta María | mm@mbl.is

Aquasource frá Biotherm er eitt vinsælasta herrakrem heims. Kremið nærir, fyrirbyggir og verndar og hentar öllum húðgerðum og aldri.

Confidence in a Cream frá IT Cosmetics er tilvalið fyrir herra með viðkvæma húð, kremið róar, nærir og myndar varnarhjúp gegn umhverifsáreiti og mengun.

Húð karlmanna getur oft verið gróf vegna skeggvaxtar. Til að mýkja áferð húðar, koma í veg fyrir inngróin hár á skeggvæði og bólumyndun er mikilvægt að hreinsa húðina á hverjum degi eða nokkrum sinnum í viku.

Biotherm-gelhreinsi má nota á hverjum degi, til dæmis í sturtunni, til að hreinsa óhreinindi sem safnast í húðina yfir daginn og verndar yfirborð hennar. Hreinsirinn undirbýr húðina fyrir rakstur.

Biotherm T-Pur djúphreinsi má nota tvisvar til þrisvar í viku. Hreinsigelið inniheldur sjávarsalt og skrúbbagnir sem fjarlægja dauðar húðfrumur af yfirborði húðar og drga úr olíumyndun.

Við þrítugsaldur dregur úr framleiðslu kollagens í húð sem gerir það að verkum að fínar línur og hrukkur myndast. Húð karlmanna er ríkari af kollageni og elastíni en kvenna og því á línumyndun sér yfirleitt ekki stað fyrr en seinna hjá karlmönnum.

Force Supreme-kremlínan frá Biotherm er tilvalin fyrir þá herra sem vilja koma í veg fyrir og vinna á línum, styrkja húð og örva endurnýjun hennar.

Regla númer eitt, tvö og þrjú ef við viljum koma í veg fyrir skemmdir í húð er að nota sólarvörn, UV geislar geta haft skaðlega áhrif á húðina þrátt fyrir að það sé skýjað! Mikil sól getur valdið því að húðin verði þurr og stíf og litarháttur og áferð hennar geta orðið ójöfn.

Anti-Age-kremsólarvörn hentar vel fyrir viðkvæma húð á meðan sólarvörn í úðaformi hentar vel fyrir þá sem vilja þyngdarlausa áferð sem þú finnur ekki fyrir yfir daginn.

Húðrútínan þarf alls ekki að vera flókin, mild hreinsun, nærandi krem og sólarvörn geta umbreytt húðinni á nokkrum dögum!