Að líkja e-m við fagurt tré er dæmi Íslenskrar orðabókar um það að líkja e-m ( e-u ) við e-n ( e-ð ). Aldrei hefur maður fengið þá umsögn og fær varla héðan af.
Að líkja e-m við fagurt tré er dæmi Íslenskrar orðabókar um það að líkja e-m ( e-u ) við e-n ( e-ð ). Aldrei hefur maður fengið þá umsögn og fær varla héðan af. En fari maður út í samlíkingarsálma ber að líkja því sem líkja skal við eitthvað í þolfalli, ekki við „einhverju“ í þágufalli: Hann líkti mér við skrattann.