Nekt Auglýsingin birtist á Instagram-síðu Iceland Explore.
Nekt Auglýsingin birtist á Instagram-síðu Iceland Explore.
Síðustu ár hefur samfélagsmiðlasíðum sem auglýsa og dásama ferðir til Íslands fjölgað mikið. Meðal síðna sem deila slíku efni er Instagram-síðan Iceland Explore sem rekin er af bandaríska fyrirtækinu tripscout sem deilir alls konar ferðaefni.

Síðustu ár hefur samfélagsmiðlasíðum sem auglýsa og dásama ferðir til Íslands fjölgað mikið. Meðal síðna sem deila slíku efni er Instagram-síðan Iceland Explore sem rekin er af bandaríska fyrirtækinu tripscout sem deilir alls konar ferðaefni.

Instagram-síðan er með tæpa 500 þúsund fylgjendur. Fyrir nokkrum dögum birtist á síðunni færsla um nekt á Íslandi sem síðan fullyrðir að sé mjög eðlilegur hlutur hérlendis. Færslunni var hins vegar eytt nokkru síðar.

Ekki yfirsýn yfir alla

Að sögn Sveins Birkis Björnssonar, forstöðumanns markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, vissi stofnunin af tilgreindri færslu og hafði samband við eigendur síðunnar. Sveinn segist vita til þess að margir aðrir hafi gert það sama með athugasemdir um færsluna.

Íslandsstofa annast ákveðið eftirlit með auglýsingum varðandi Ísland en að sögn Sveins hefur stofnunin einfaldlega ekki tök á því að hafa yfirsýn yfir alla þá aðila sem eru að deila efni um Ísland á samfélagsmiðlum.

„Í sumum tilfellum höfum við samband við einstök fyrirtæki þegar okkur þykir þau fara verulega af leið, en við náum ekki að halda yfirsýn,“ segir Sveinn og bendir á að Íslandsstofa vinni með erlendum ferðaheildsölum á margan hátt, meðal annars með ýmiss konar námsefni um Ísland.