Opnunarræða Framkvæmdastjóri Berlinale, Mariette Rissenbeek, flytur ávarp á skjá við setningu hátíðarinnar.
Opnunarræða Framkvæmdastjóri Berlinale, Mariette Rissenbeek, flytur ávarp á skjá við setningu hátíðarinnar. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kvikmyndahátíðin í Berlín hófst 9. júní síðastliðinn eða öllu heldur sérstök sumarútgáfa hátíðarinnar sem mun öll fara fram utandyra vegna farsóttarinnar.

Kvikmyndahátíðin í Berlín hófst 9. júní síðastliðinn eða öllu heldur sérstök sumarútgáfa hátíðarinnar sem mun öll fara fram utandyra vegna farsóttarinnar. Fjölmennir fólk nú á torgum og nýtur nýrra kvikmynda og sjónvarpsþátta og þá meðal annars fyrir framan Charlottenburg-höllina, hvort heldur er að degi til eða kveldi.

Hátíðin stendur yfir til og með 20. júní og þurfa allir gestir að fara í Covid-prufu til að fá aðgang að sýningum. Sýningarstaðir eru 16 talsins og því mikil veisla þessa dagana í borginni.

126 kvikmyndir verða sýndar á sumarhátíðinni og aðalsýningarstaðurinn hin svokallaða safnaeyja borgarinnar. Þar hefur rauðum dregli verið komið fyrir og var opnunarmynd hátíðarinnar The Mauritaninan eftir skoska leikstjórann Kevin McDonald. Í henni er rakin sönn saga Mohamedou Ould Slahi, manns frá Máritaníu sem haldið var föngnum í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu án ákæru í 14 ár. Aðalleikarar myndarinnar eru Tahar Rahim og Jodie Foster sem hlaut Golden Globe-verðlaun fyrr á árinu fyrir leik sinn í myndinni.