Í dag Valsmenn fara í Garðabæ og Víkingar fá FH í heimsókn.
Í dag Valsmenn fara í Garðabæ og Víkingar fá FH í heimsókn. — Morgunblaðið/Eggert
Tvö efstu liðin í úrvalsdeild karla í fótbolta, Valur og Víkingur, fá í dag tækifæri til að breikka enn frekar bilið á milli sín og annarra liða í deildinni. Þrír leikir í áttundu umferð fara fram í dag en hinir þrír á mánudag og miðvikudag.
Tvö efstu liðin í úrvalsdeild karla í fótbolta, Valur og Víkingur, fá í dag tækifæri til að breikka enn frekar bilið á milli sín og annarra liða í deildinni. Þrír leikir í áttundu umferð fara fram í dag en hinir þrír á mánudag og miðvikudag. Topplið Vals, sem hefur ekki tapað leik, heimsækir Stjörnuna sem situr á botninum ásamt Keflavík og hefur ekki unnið leik og Víkingar taka á móti FH-ingum. Þriðja viðureignin er síðan á milli Breiðabliks og Fylkis sem eru bæði um miðja deild sem stendur.