Hamagangur Hilmir Snær Guðnason kemur út úr partíbílnum með látum. Bergsteinn Björgúlfsson kvikmyndatökustjóri myndar hamaganginn og ekki annað að sjá en að hann hafi gaman af.
Hamagangur Hilmir Snær Guðnason kemur út úr partíbílnum með látum. Bergsteinn Björgúlfsson kvikmyndatökustjóri myndar hamaganginn og ekki annað að sjá en að hann hafi gaman af.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Allra síðasta veiðiferðin , framhaldsmynd hinnar vinsælu gamanmyndar Síðasta veiðiferðin , er nú í tökum í Laxá í Aðaldal og gengur mikið á, eins og sjá má af meðfylgjandi ljósmyndum.
Allra síðasta veiðiferðin , framhaldsmynd hinnar vinsælu gamanmyndar Síðasta veiðiferðin , er nú í tökum í Laxá í Aðaldal og gengur mikið á, eins og sjá má af meðfylgjandi ljósmyndum.

Leikstjórar myndarinnar, líkt og þeirrar fyrri, eru Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson sem framleiða hana einnig og skrifuðu handritið og kvikmyndatökustjóri er Bergsteinn Björgúlfsson, jafnan kallaður Besti.

Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Bachmann, Sigurður Sigurjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Halldór Gylfason, Þröstur Leó Gunnarsson, Sigurður Þór Óskarsson, Jóhann Sigurðarson, Gunnar Helgason, Halldóra Geirharðsdóttir, Ylfa Marin Haraldsdóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir og eru aðalleikarar því að mestu leyti þeir sömu og í fyrri mynd.