Vince Neil hefur verið hressari.
Vince Neil hefur verið hressari. — AFP
Skellur Tíminn fer mismjúkum höndum um menn. Það var alltént upplifun gesta á tónleikum sem Vince Neil hélt ásamt sólóbandi sínu í Bandaríkjunum á dögunum.
Skellur Tíminn fer mismjúkum höndum um menn. Það var alltént upplifun gesta á tónleikum sem Vince Neil hélt ásamt sólóbandi sínu í Bandaríkjunum á dögunum. Gamla brýnið var víst með allt lóðbeint niðrum sig þetta kvöld og gafst á endanum upp í miðjum Mötley Crüe-slagaranum Girls, Girls, Girls. „Afsakið mín kæru, en helvítis röddin er farin. Sjáumst vonandi næst,“ sagði hann í kveðjuskyni. Þetta er áhyggjuefni í ljósi þess að Mötley Crüe á að fara í risatúr með Def Leppard, Poison og fleiri glyströllum sumarið 2022. Til allrar hamingju er búið að fresta túrnum um eitt ár og Phil Collen, gítarleikari Leppard, benti á, í samtali við hlaðvarp Jeremys Whites, að Neil hefði ár til að taka sér tak. „Vonandi verður allt með felldu þá. Krossleggjum fingur.“