Bólusetning Búist er við 25.000 skömmtum af bóluefni í vikunni og bólusett á mánudag, þriðjudag og miðvikudag.
Bólusetning Búist er við 25.000 skömmtum af bóluefni í vikunni og bólusett á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rebekka Líf Ingadóttir rebekka@mbl.is Í þessari viku er búist við 25.000 skömmtum af bóluefni. Á mánudaginn verður Janssen-dagur, þar sem búist er við 10.000 skömmtum, Pfizer á þriðjudaginn þar sem er von á tæplega 10.

Rebekka Líf Ingadóttir

rebekka@mbl.is

Í þessari viku er búist við 25.000 skömmtum af bóluefni. Á mánudaginn verður Janssen-dagur, þar sem búist er við 10.000 skömmtum, Pfizer á þriðjudaginn þar sem er von á tæplega 10.000 skömmtum og síðan Moderna á miðvikudaginn þar sem er von á 5.000 skömmtum. Þá er bæði verið að bjóða endurbólusetningar og eftir handahófsröðuninni. „Við óskum eftir því að þeir, sem koma og eiga strikamerki fyrir þann dag sem þeir mæta, komi á tilsettum tíma, þeir sem ekki mættu þann dag sem þeir voru boðaðir geta mætt eftir kl. 14 til þess að ekki verði of langar biðraðir,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við Morgunblaðið. Þá ítrekar hún einnig að ef biðraðir myndist megi fólk sem á erfitt með að ganga endilega láta vita af sér og verði reynt að kippa því fram fyrir.

Í síðustu viku var stór Janssen-bólusetningardagur á fimmtudeginum þar sem fjöldi fólk af yngri kynslóðinni streymdi inn í Laugardalshöll og fékk bóluefni eftir langa bið. Þá segir Ragnheiður að töluvert hafi verið um yfirlið þann dag. „Það er töluvert meira um yfirlið hjá yngri kynslóðinni, það var mjög sjaldgæft að það væri að líða yfir fólk af eldri kynslóðinni en þetta er algengt hjá yngri,“ sagði Ragnheiður. Þá hvetur hún alla sem mæta í bólusetningu til þess að borða og drekka áður en þeir mæta. „Ekki koma til okkar á fastandi maga.“

Ný tilfelli
» Einn greindist hér á landi með Covid-19-smit í innanlandsskimunum í gær, viðkomandi var í sóttkví.
» Tíu dagar eru síðan smit greindist síðast utan sóttkvíar.
» Tveir greindust í landa-mæraskimun.