Sigurmark Denzel Dumfries
Sigurmark Denzel Dumfries — AFP
Holland vann nauman 3:2-sigur á Úkraínu í bráðskemmtilegum leik á Evrópumóti karla í knattspyrnu á heimavelli sínum í Amsterdam frammi fyrir um 15 þúsund áhorfendum í gærkvöldi.

Holland vann nauman 3:2-sigur á Úkraínu í bráðskemmtilegum leik á Evrópumóti karla í knattspyrnu á heimavelli sínum í Amsterdam frammi fyrir um 15 þúsund áhorfendum í gærkvöldi.

Hollenska liðið komst í tveggja marka forystu snemma leiks þökk sé mörkum Georginio Wijnaldum og Wout Weghorst og virtist eiga sigurinn vísan áður en Úkraínumenn jöfnuðu metin á ótrúlegum fjögurra mínútna kafla, Andriy Yarmolenko minnkaði muninn á 75. mínútu áður en Roman Yaremchuk skoraði með skalla skömmu síðar. Heimamenn náðu þó að krækja í sigur í fyrsta leik sínum á mótinu, Denzel Dumfries skoraði sigurmark á 85. mínútu.

Holland er því með þrjú stig á toppi C-riðilis, rétt eins og Austurríki sem vann 3:1-sigur á Norður-Makedóníu er þjóðirnar mættust í Svíþjóð. Stefan Lainer, Michael Gregoritsch og Marko Arnautovic skoruðu mörk Austurríkismanna en gamli markahrókurinn Goran Pandev jafnaði metin fyrir Norður-Makedóníu snemma leiks.

England vann loks fyrsta leik

Það tók tíu tilraunir en Englendingum hefur loks tekist að vinna sinn fyrsta leik á EM eftir 1:0-sigur gegn Króatíu á Wembley. Raheem Sterling skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik en Englendingar voru sterkari lengst af og verðskulduðu sigurinn. Enskir höfðu aldrei áður unnið fyrsta leik á EM, tapað fjórum og gert fimm jafntefli en England hefur sömuleiðis aldrei unnið mótið sjálft. Skotland mætir Tékklandi í kvöld í hinum leiknum í D-riðlinum.