Keiko Fujimori
Keiko Fujimori
Keiko Fujimori, forsetaframbjóðandi í Perú, stendur við ásakanir sínar um kosningasvindl á hendur mótframbjóðanda sínum, Pedro Castillo, í forsetakosningunum í Perú. Rúm vika er frá því kosið var en landsmenn bíða óþreyjufullir eftir niðurstöðum.

Keiko Fujimori, forsetaframbjóðandi í Perú, stendur við ásakanir sínar um kosningasvindl á hendur mótframbjóðanda sínum, Pedro Castillo, í forsetakosningunum í Perú.

Rúm vika er frá því kosið var en landsmenn bíða óþreyjufullir eftir niðurstöðum. Mjótt er á munum milli frambjóðenda þegar búið er að telja tæp 99% atkvæða en Castillo leiðir með 50,14% fylgi. Munar nú 49 þúsund atkvæðum, en Fujimori hefur farið fram á að 200 þúsund atkvæði verði gerð ógild. Myndi sú ákvörðun snúa kosningunum henni í hag.