Umdeilt Frumvarpið felur í sér umfangsmiklar breytingar á lífeyrismálum.
Umdeilt Frumvarpið felur í sér umfangsmiklar breytingar á lífeyrismálum. — Morgunblaðið/Golli
Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á laugardag var ákveðið að vísa nýju frumvarpi um lífeyrismál aftur til ríkisstjórnarinnar.

Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á laugardag var ákveðið að vísa nýju frumvarpi um lífeyrismál aftur til ríkisstjórnarinnar.

Fyrr í mánuðinum birti Morgunblaðið viðtal við Ólaf Pál Gunnarsson, framkvæmdastjóra Íslenska lífeyrissjóðsins, og kom þar fram óánægja með vöntun á samráði við samningu frumvarpsins. Lagði Ólafur til að fyrst yrði lokið við grænbókarvinnu, í góðu samráði við alla hagsmunaaðila, áður en ráðist yrði í svo umfangsmiklar breytingar á lagaramma lífeyrismála.

Í ákvörðun efnahags- og viðskiptanefndar er tekið í sama streng. Hvetur nefndin til að frumvarpið verið rýnt með tilliti til þeirra ábendinga sem fram hafa komið í umsögnum, og að samráð verði haft við hagsmunaaðila um fyrirhugaðar breytingar. Leggur nefndin til að málið njóti forgangs hjá viðkomandi ráðuneyti og að stefnt verði að því að leggja frumvarpið fram að nýju á næsta löggjafarþingi . ai@mbl.is