Ingi Torfi Sverrisson, macros-þjálfari, ræddi við morgunþáttinn Ísland vaknar um hvernig best sé að halda næringunni góðri á sumrin þegar góða veðrið og ferðalögin standa yfir.
Ingi Torfi Sverrisson, macros-þjálfari, ræddi við morgunþáttinn Ísland vaknar um hvernig best sé að halda næringunni góðri á sumrin þegar góða veðrið og ferðalögin standa yfir. Hann segir að það sé mikilvægt að taka ákvörðun og vera gagnrýninn á það sem maður borðar á sumrin. Hann segir þekkinguna vera mesta „powerið“ og að það sé allt í lagi að leyfa sér svo lengi sem maður sé meðvitaður. Hann segir að fólk geti alltaf gert betur. Ef það hugsi að það sé bara í eins góðu ástandi og það vilji vera þá sé það mögulega að reyna að réttlæta eitthvað fyrir sjálfu sér. Viðtalið við Inga Torfa má nálgast í heild sinni á K100.is.