Fjórir stjórnendur Toshiba voru látnir taka pokann sinn eftir neyðarfund hjá japanska raftækjaframleiðandanum á sunnudag.
Fjórir stjórnendur Toshiba voru látnir taka pokann sinn eftir neyðarfund hjá japanska raftækjaframleiðandanum á sunnudag.

Í síðustu viku kom út svört skýrsla með niðurstöðum sjálfstæðrar rannsóknar sem leiddi í ljós að stjórnendur Toshiba hefðu átt í samráði við japönsk stjórnvöld um að hafa hemil á áhrifafjárfestum (e. activist investor) í hluthafahópi félagsins.

Að sögn FT má vænta frekari uppsagna hjá Toshiba og ekki ósennilegt að hluthafar vilji að stjórnarformaður félagsins segi af sér. ai@mbl.is