Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA gerði afar góða hluti á 95. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Þórsvelli á Akureyri um helgina.
Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA gerði afar góða hluti á 95. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Þórsvelli á Akureyri um helgina. Glódís keppti í fimm greinum, vann í þremur þeirra, tók eitt brons og setti mótsmet í 100 metra grindahlaupi er hún hljóp á 13,43 sekúndum. Hún kom einnig fyrst í mark í 400 metra hlaupi og 400 metra grindahlaupi. Þá fékk hún brons í kúluvarpi. „Ég er mjög ánægð með hvernig þetta gekk, sérstaklega í 100 metra grindinni,“ sagði Glódís í samtali við Morgunblaðið. 27