— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Klifurgarpurinn Rafn Emilsson sést hér klifra upp klettana í Stardal, en í baksýn má sjá glitta í höfuðborgarsvæðið. Klettaklifur hefur unnið á sem útivistaríþrótt á síðustu árum og sífellt fleiri sem leggja það fyrir sig að klífa hina ýmsu klettaveggi.
Klifurgarpurinn Rafn Emilsson sést hér klifra upp klettana í Stardal, en í baksýn má sjá glitta í höfuðborgarsvæðið. Klettaklifur hefur unnið á sem útivistaríþrótt á síðustu árum og sífellt fleiri sem leggja það fyrir sig að klífa hina ýmsu klettaveggi. Eru félagar í Klifurfélagi Reykjavíkur nú orðnir vel yfir þúsund talsins, og finnast ný klifursvæði á hverju einasta sumri. Þau eru af ýmsum erfiðleikastigum, og ættu nýgræðingar því að leita sér upplýsinga áður en lagt er í hann, en fyrir mörgum er klettaklifrið ekki bara íþrótt, heldur lífsstíll.