Reykjavíkurborg stefnir að því að loka neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í lok júlí. Úrræðinu var komið á vegna faraldursins á síðasta ári og hefur það verið framlengt nokkrum sinnum síðan.

Reykjavíkurborg stefnir að því að loka neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í lok júlí. Úrræðinu var komið á vegna faraldursins á síðasta ári og hefur það verið framlengt nokkrum sinnum síðan.

Úrræðið er á vegum borgarinnar og félagsmálaráðuneytisins og átti að miða að því að koma til móts við þarfir heimilislausra kvenna og var þeim komið fyrir í Konukoti og nýja úrræðinu, svo hægt væri að tryggja tveggja metra reglu. Til stóð að loka úrræðinu síðasta sumar.

Í yfirlýsingu sem tíu heimilislausar konur sendu frá sér í ágúst á síðasta ári kom meðal annars fram að heimsfaraldur hafi þurft til að aðeins færri yrðu heimilislausir hér á landi.