Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Efnisgerð augnablik nefnist sumarsýning Nýlistasafnsins sem opnuð er í dag milli kl. 15 og 17 í Marshallhúsinu.
Efnisgerð augnablik nefnist sumarsýning Nýlistasafnsins sem opnuð er í dag milli kl. 15 og 17 í Marshallhúsinu. „Sýningin er samsýning fjögurra listamanna, þeirra Baldurs Geirs Bragasonar, Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur, Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Ívars Valgarðssonar. Með sýningunni er leitast við að efnisgera augnablikið um stund með nýjum verkum sem dvelja í bilinu milli málverks og skúlptúrs,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að efnisgerð augnablik sæki upphafspunkt í málverkið, tilurð þess og arfleifð, „en sýningin hverfist í raun um stað og stund sýningargesta. Markmiðið er að beina sjónum að því hvernig rýmisverkun listaverka eykur meðvitund áhorfenda um eigin líkama, nærveru og skynjun á umhverfinu.“ Sýningin stendur til 8. ágúst.