Sumardjass Á sumardjassi Jómfrúarinnar er gleðin ávallt við völd.
Sumardjass Á sumardjassi Jómfrúarinnar er gleðin ávallt við völd. — Morgunblaðið/Hari
„Mér finnst einhvern veginn ekkert toppa Reykjavík þegar sólin skín og það er djass.

„Mér finnst einhvern veginn ekkert toppa Reykjavík þegar sólin skín og það er djass. Þá bragðast maturinn og bjórinn betur og allir eru bara glaðari, þetta eru einhverjir töfrar,“ segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi veitingastaðarins Jómfrúarinnar, léttur í bragði þar sem Jómfrúin keyrir í dag af stað sinn sívinsæla sumardjass sem fer fram á hverju sumri, núna í 27. skiptið.

Faraldurinn setti strik í reikninginn seinasta sumar og var ekki hægt að halda sumardjass í ágústmánuði en þó gátu Reykvíkingar vel við unað og notið sumardjassins á Jómfrúartoginu í júní og júlí. Tónleikarnir fara fram á sama stað frá klukkan þrjú til fimm í dag þar sem Einar Scheving hefur leika með Afro-Cuban kvintett.

„Núna mega 300 manns koma saman og við teljum að það dugi til þess að hafa einhverskonar brag á sumardjassinum sem er alltaf ákaflega vel sóttur,“ segir hann.

Veðrið hefur ekki verið með besta móti að undanförnu en Jakob og félagar láta það ekki á sig fá:

„Við höfum alltaf miðað við það að ef hljóðfæraleikararnir fá ekki raflost af hljóðfærunum þá viljum við og þeir keyra prógrammið áfram.“