KA-menn þurfa að spila sinn þriðja heimaleik á Íslandsmóti karla í fótbolta á þessu keppnistímabili á gervigrasvellinum á Dalvík.
KA-menn þurfa að spila sinn þriðja heimaleik á Íslandsmóti karla í fótbolta á þessu keppnistímabili á gervigrasvellinum á Dalvík. Þeir taka á móti Valsmönnum í sannkölluðum stórleik á morgun klukkan 16 og eins og í maímánuði er gamli Akureyrarvöllurinn ekki tilbúinn til notkunar vegna kuldakastsins undanfarið.
Valur er með 20 stig á toppnum en KA er með 16 stig í þriðja sætinu og á tvo leiki til góða á meistarana. Akureyrarliðið kæmist því í mjög góða stöðu með sigri á morgun.