„Ég kannaðist við eina sem ég hafði unnið með áður, en ég þekkti nánast engan hérna á Egilsstöðum,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths, sem tók við stöðunni í byrjun árs 2021.
„Ég kannaðist við eina sem ég hafði unnið með áður, en ég þekkti nánast engan hérna á Egilsstöðum,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths, sem tók við stöðunni í byrjun árs 2021. Aðalheiður segir það hafa blundað í sér að taka Austurland á annað „level“ og að koma fólki þangað enda sé staðurinn fallegur og góður. Undanfarið ár hefur Vök Baths aðallega verið rekið á þeim Íslendingum sem heimsótt hafa staðinn og segir Aðalheiður það hafa gengið vonum framar. Viðtalið við Aðalheiði má nálgast í heild sinni á K100.is.