Sýningarstjórar Fimm stúlkur úr Kópavogi, þær Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir, Freyja Lóa Sigríðardóttir, Íva Jovisic, Lóa Arias og Vigdís Una Tómasdóttir, eru í íslenska sýningarstjórateyminu og hefur Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir leitt vinnu hópsins hér á landi.
Sýningarstjórar Fimm stúlkur úr Kópavogi, þær Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir, Freyja Lóa Sigríðardóttir, Íva Jovisic, Lóa Arias og Vigdís Una Tómasdóttir, eru í íslenska sýningarstjórateyminu og hefur Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir leitt vinnu hópsins hér á landi.
Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! nefnist sýning sem opnuð er í Gerðarsafni í dag kl. 15. Um er að ræða fyrsta áfanga Vatnsdropans, sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni Múmínsafnsins í Tampere, H.C.
Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! nefnist sýning sem opnuð er í Gerðarsafni í dag kl. 15. Um er að ræða fyrsta áfanga Vatnsdropans, sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni Múmínsafnsins í Tampere, H.C. Andersen-safnsins í Óðinsvéum og Ilon's Wonderland í Hapsaalu í Eistlandi auk Menningarhúsanna í Kópavogi. Þrettán börn frá löndunum fjórum eru sýningarstjórar undir leiðsögn sýningarstjórans, listfræðingsins og heimspekingsins Chus Martinez.

„Á sýningunni getur að líta verk sem ungu sýningarstjórarnir hafa valið frá H.C.-Andersen safninu, Múmínsafninu og Ilon's Wonderland. Verkin má með einum eða öðrum hætti tengja fjórtánda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna, Lífi í vatni. Heimir Sverrisson og samstarfsfólk hans hjá Irma studio tóku svo að sér að hanna og smíða umgjörð um sýninguna sem verður að finna á 1. hæð Gerðarsafns,“ segir í tilkynningu frá safninu.

Vatnsdropinn er þriggja ára menningarverkefni sem er ætlað að tengja höfundarverk norrænu höfundanna Astrid Lindgren, H.C. Andersen og Tove Jansson við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með listsýningum og viðburðahaldi. „Það má í raun segja að gildi í sögunum (og teikningunum) séu mikilvægari en nokkru sinni áður í ljósi núverandi loftslagsvanda og hamfarahlýnunar.“ Sýningin stendur til 31. október. Samhliða sýningunni verður boðið upp á fjölda viðburða í Menningarhúsunum í Kópavogi, sem tengjast Vatnsdropanum, en allar nánari upplýsingar eru á vefnum menningarhusin.is.