Hildur Bjarnadóttir opnar þriðju einkasýningu sína sem ber yfirskriftina Abyss í Hverfisgalleríi í dag kl. 16.

Hildur Bjarnadóttir opnar þriðju einkasýningu sína sem ber yfirskriftina Abyss í Hverfisgalleríi í dag kl. 16.

„Viðfangsefni Hildar í myndlistinni eru heimkynni, vistfræði, staður og samlífi með dýrum og plöntum á litlum jarðskika í Flóahreppi þar sem hún býr og starfar. Plönturnar á jarðskikanum gegna hlutverki upptökutækis sem tekur inn upplýsingar frá þeim vistfræðilegu og samfélagslegu kerfum sem plönturnar tilheyra í gegnum andrúmsloftið og jarðveginn. Hildur gerir þessar upplýsingar sýnilegar með því að vinna liti úr plöntunum sem hún notar til að lita ullarþráð og silkiefni til þess að búa til ofin málverk og innsetningar úr silki. Verk hennar draga fram margvíslegar upplýsingar, upplifanir, sjónarhorn og einkenni staðarins, þau eru sjálfstæð og huglæg kerfi sem varpa ljósi á margbrotið net samlífis og heimkynna.

Verk Hildar eru „málverk“ þar sem léreftið er ekki falin undirstaða litarins, heldur þéttriðið net úr hör og ullarþráðum, gegnsýrðum af lit sem hefur verið hreinsaður af allri vísun í annað en efniskennd sjálfs vefsins í þessu neti sem kallast á við pixlanet skjámynda samtímans með ögrandi hætti. Þannig hafa verk Hildar opnað fyrir nýjan skilning á málverkinu sem miðill hugar og handa, menningar og náttúru,“ segir í tilkynningu.