— AFP
Nokkur tímamót urðu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í gær, þegar Smithsonian-náttúrugripasafnið í borginni var opnað á ný fyrir gestum en safnið hafði þá verið lokað í 461 dag vegna kórónuveirufaraldursins.
Nokkur tímamót urðu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í gær, þegar Smithsonian-náttúrugripasafnið í borginni var opnað á ný fyrir gestum en safnið hafði þá verið lokað í 461 dag vegna kórónuveirufaraldursins. Talsverðar varúðarráðstafanir eru gerðar í safninu til að uppfylla sóttvarnakröfur. Þannig má aðeins um fjórðungur þeirra gesta, sem safnið getur tekið á móti, vera inni í byggingunni í einu og í takmarkaðan tíma. Gert er ráð fyrir að önnur söfn stofnunarinnar verði opnuð síðar í sumar.