[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Knattspyrnumaðurinn Róbert Orri Þorkelsson er að ganga til liðs við kanadíska knattspyrnufélagið Montreal Inpact samkvæmt heimildum Morgunblaðsins en félagið leikur í bandarísku MLS-deildinni.

*Knattspyrnumaðurinn Róbert Orri Þorkelsson er að ganga til liðs við

kanadíska knattspyrnufélagið Montreal Inpact samkvæmt heimildum Morgunblaðsins en félagið leikur í bandarísku MLS-deildinni. Róbert Orri mun gangast undir læknisskoðun hjá félaginu á sunnudaginn kemur en Breiðablik hefur samþykkt kauptilboð kanadíska félagsins í varnarmanninn unga sem er 19 ára gamall. Róbert Orri gekk til liðs við Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu í nóvember 2019 en hann á að baki 16 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað eitt mark. Þá á hann að baki 28 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands en hann lék tvo leiki með U21-árs landsliði Íslands í lokakeppni EM 2021 í Ungverjalandi í mars á þessu ári.

*Japanska tenniskonan Naomi Osaka verður ekki með á Wimbledon-mótinu sem hefst 29. júní í Wimbledon á Englandi. Osaka, sem er í öðru sæti heimslistans, dró sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu á dögunum og gaf þá út að hún ætlaði að taka sér frí frá keppni í óákveðinn tíma. Þrátt fyrir að Osaka verði ekki með á Wimbledon-mótinu ætlar hún sér að taka þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast í júlí en Osaka verður á heimavelli á leikunum.

*Spænski knattspyrnustjórinn Rafa Benítez er taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Það er BBC sem greinir frá þessu. Everton hefur verið án stjóra síðan Carlo Ancelotti lét af störfum fyrr í þessum mánuði til þess að taka við stórliði Real Madrid á Spáni. Benítez, sem er 61 árs gamall, hefur stýrt stórliðum á borð við Liverpool, Valencia, Real Madrid, Chelsea og Inter Mílanó á ferlinum en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er leikmaður Everton.