Leslie Grace leikur í myndinni.
Leslie Grace leikur í myndinni.
Smellur Bandaríska söngvamyndin In the Heights, sem frumsýnd var á dögunum, virðist vera að falla í frjóa jörð og gagnrýnandi breska ríkisútvarpsins, BBC, segir hana vera akkúrat „teskeiðina af sykri“ sem heimurinn þurfi nauðsynlega á að...
Smellur Bandaríska söngvamyndin In the Heights, sem frumsýnd var á dögunum, virðist vera að falla í frjóa jörð og gagnrýnandi breska ríkisútvarpsins, BBC, segir hana vera akkúrat „teskeiðina af sykri“ sem heimurinn þurfi nauðsynlega á að halda núna eftir glímuna við heimsfaraldurinn undanfarið hálft annað ár. Myndin byggist á samnefndum söngleik og hefur verið í vinnslu í heil þrettán ár. „En gat ekki komið á betri tíma,“ segir BBC. Leikstjóri er Jon M. Chu en höfundar söngleiksins eru Quiara Alegría Hudes og Lin-Manuel Miranda. Með helstu hlutverk fara Anthony Ramos, Corey Hawkins og Leslie Grace.