Áhorf Margir horfa á EM.
Áhorf Margir horfa á EM.
Áskrifendur að íþróttastöðinni Stöð 2 Sport hafa aldrei verið jafn margir og nú. Evrópumeistaramótið í fótbolta karla hófst á dögunum og hefur áskrifendum stöðvarinnar fjölgað mikið síðan þá.

Áskrifendur að íþróttastöðinni Stöð 2 Sport hafa aldrei verið jafn margir og nú. Evrópumeistaramótið í fótbolta karla hófst á dögunum og hefur áskrifendum stöðvarinnar fjölgað mikið síðan þá. Hægt er að fá aðgang að EM-stöðinni með tvennum hætti, með kaupum á Sportpakkanum eða EM-pakkanum. „Fyrir sölu á EM höfðu aldrei í sögu Stöð 2 Sport verið fleiri áskrifendur að stöðinni. Svo bættist við mikill fjöldi áskrifenda strax þegar Evrópumeistaramótið hófst og á hverjum degi bætast fjölmargir nýir áskrifendur í þann hóp,“ segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í samtali við Morgunblaðið.

Áskrifendum Stöðvar 2 fjölgar

Hann bætir við að áskrifendur að Stöð 2 hafi ekki verið fleiri í tæp tíu ár. „Það kom talsverð aukning eftir að við breyttum stöðinni í hreina áskriftarstöð og við sjáum frekari fjölgun út árið, ef að líkum lætur. Sömu sögu er að segja um efnisveituna Stöð 2+ en þar hefur áskrifendum fjölgað gríðarlega mikið og hefur hún aldrei verið stærri.“ logis@mbl.is