— AFP
Íranir kusu sér nýjan forseta í stað Hassans Rouhani í gær en litið var á fjóra frambjóðendur af fimm sem harðlínumenn.

Íranir kusu sér nýjan forseta í stað Hassans Rouhani í gær en litið var á fjóra frambjóðendur af fimm sem harðlínumenn. Andófsmenn og umbótasinnar hvöttu kjósendur til heimasetu þar sem yfirvöld höfðu strikað frambjóðendur út og þar með nánast gert kjörið að formsatriði. Þótti sem búið væri að ganga frá kjöri ofuríhaldssams klerks, Ebrahims Raisi, með því að vísa hættulegustu keppinautum hans frá. Kosningarnar fara fram á tímum mikillar óánægju vegna efnahagslegra þrenginga sem sagðar eru afleiðing refsiaðgerða vesturveldanna sem gripið var til eftir að Íranar féllu frá samningnum um kjarnorkumál. Á myndinni bíður kristin írönsk kona þess að fá að kjósa á kjörstað í Teheran. agas@mbl.is