Frjálsíþróttalandslið Íslands er komið til Stara Zagora í Búlgaríu þar sem það tekur þátt í C-deild Evrópubikars landsliða í dag og á morgun.
Frjálsíþróttalandslið Íslands er komið til Stara Zagora í Búlgaríu þar sem það tekur þátt í C-deild Evrópubikars landsliða í dag og á morgun. Alls eru 34 í landsliðshópnum, 17 karlar og 17 konur, og fyrirliðar eru þau Guðni Valur Guðnason kringlukastari og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir spretthlaupari. Ísland kom upp úr D-deild og keppir nú við Búlgaríu, Króatíu, Danmörku, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Slóvakíu og Slóveníu. Lið Austurríkis og Ísraels drógu sig úr keppni og falla í D-deildina.