Hátt steig hitamælirinn í Dauðadal í gær.
Hátt steig hitamælirinn í Dauðadal í gær.
Neyðarlögum hefur verið lýst yfir í Kaliforníu vegna gríðarlegrar hitabylgju sem talin er geta ógnað orkukerfi ríkisins. Í þjóðgarðinum Dauðadal mældist hitinn 54°C í fyrradag en þar er jafnan heitasti blettur Bandaríkjanna.

Neyðarlögum hefur verið lýst yfir í Kaliforníu vegna gríðarlegrar hitabylgju sem talin er geta ógnað orkukerfi ríkisins.

Í þjóðgarðinum Dauðadal mældist hitinn 54°C í fyrradag en þar er jafnan heitasti blettur Bandaríkjanna. Hættulega mikill hiti mældist einnig í ríkjunum Arizona, Nevada og Utah eða 37-43 gráður á Celcius.

Ekki dregur úr hita fyrr en á mánudag. Íbúar voru hvattir til að dveljast innanhúss eða í skugga og spara rafmagn.