Vatn Patricia Carolina er meðal sýnenda á sýningunni.
Vatn Patricia Carolina er meðal sýnenda á sýningunni.
Sýningin I am thinking about sitting down on the ground – tales of/on/with MotherLands verður opnuð í Midpunkt í dag milli kl. 14 og 17.
Sýningin I am thinking about sitting down on the ground – tales of/on/with MotherLands verður opnuð í Midpunkt í dag milli kl. 14 og 17. Á sýningunni eru verk eftir Elínu Margot, Patriciu Carolina og Salt Collective, sem er samstarf Juliönu Foronda og Ievu Grigelionyte. „Sýningin kannar samstarf þvert á tegundir, kvenleika og flakk. Rannsóknin snýr að persónulegri og menningarlegri tengingu okkar við landið, fýsnir, frjósemi og gljúpleika,“ segir í tilkynningu. Sýningarstjóri er Ana Victoria Bruno. „Elín Margot kannar möguleikana sem felast í mat, endurhugsar gjörðina að borða í samhengi við kyn, menningu og kyngervi, í samstarfi með matreiðslumanninum og hönnuðinum Kjartani Óla Guðmundssyni, sem sérhæfir sig í notkun og möguleikum örvera í mat. Patricia Carolina vinnur með tengingar vatns, merkingu heimilislífsins, gljúpleikann og lekann, til að fylgjast með flæðinu. Undir merkjum Salt Collective vinna Juliana Foronda og Ieva Grigelionyte með matvæli, og gjörðina að deila matvælum til að skapa umræðu um matarpólitík og skapa samfélag.“