Danmörk Freyr Alexandersson er tekinn við B-deildarfélagi Lyngby.
Danmörk Freyr Alexandersson er tekinn við B-deildarfélagi Lyngby. — Morgunblaðið/Eggert
Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri danska B-deildarfélagsins Lyngby en á mánudaginn bárust fréttir af því að Freyr væri í viðræðum við danska félagið.
Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri danska B-deildarfélagsins Lyngby en á mánudaginn bárust fréttir af því að Freyr væri í viðræðum við danska félagið. Freyr, sem er 38 ára gamall, skrifar undir tveggja ára samning við Lyngby en hann var síðast aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi í Katar og var þar á undan aðstoðarþjálfari Eriks Hamréns hjá íslenska karlalandsliðinu. Lyngby féll úr úrvalsdeildinni á nýliðinni leiktíð og leikur því í B-deildinni á komandi tímabili.