Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Örn Arnarson, fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, fjallaði meðal annars um alþingiskosningar, frambjóðendur og vanda fjölmiðla í því sambandi í pistli sínum í gær. Þar segir: „Það styttist óðum í alþingiskosningar.

Örn Arnarson, fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, fjallaði meðal annars um alþingiskosningar, frambjóðendur og vanda fjölmiðla í því sambandi í pistli sínum í gær. Þar segir: „Það styttist óðum í alþingiskosningar. Þó að landsmenn séu eflaust með hugann við það hvenær vætu- og kuldatíðinni linnir reyna frambjóðendur að vekja athygli á sér og vera áberandi í fréttum. Flestir þeir sem eru á lista stjórnmálaflokkanna fyrir þingkosningarnar eiga sér fleiri hatta en framboðshattinn. Þess vegna er mikilvægt að fjölmiðlar greini frá því ef þeir sem rata í fréttir eru í framboði.

Vísir sagði þannig frá því að Magnús Norðdahl, lögmaður nokkurra hælisleitenda, kallaði eftir afsögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra vegna mála sem tengdust umbjóðendum hans. Ekki var tekið fram í fréttinni að Magnús er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.“

Fjölmiðlum er oft nokkur vandi á höndum að átta sig á slíkum hagsmunatengslum og vara sig í umfjöllun. Sjónarmið Magnúsar D. Norðdahl eiga erindi í umræðuna, hversu vitlaus sem þau kunna að vera. Og í ljósi þess að hann er efstur á lista Pírata er í almannaþágu að vakin sé athygli á undarlegum baráttumálum hans. En það þarf að koma fram í hvaða stöðu hann er.

Og lögmaður í slíkri stöðu mætti leggja sig fram um það sjálfur að vekja athygli fjölmiðils sem við hann ræðir á þeirri stöðu.