Litadýrð Blómin í Eldblómagarðinum eru mikið augnayndi.
Litadýrð Blómin í Eldblómagarðinum eru mikið augnayndi.
Litrík blóm Eldblómagarðsins í Hallargarðinum hafa sprungið út síðustu daga og verður garðurinn opnaður formlega í dag kl. 17.
Litrík blóm Eldblómagarðsins í Hallargarðinum hafa sprungið út síðustu daga og verður garðurinn opnaður formlega í dag kl. 17. Dansarinn og danshöfundurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir fékk hugmyndina að garðinum í gegnum vinnu sína við flugeldasýningar og sá Zuzana Vondra Krupkova um að rækta blómin í garðinum. Hún er garðyrkjufræðingur og yfirverkstjóri hjá Reykjavíkurborg og hafði einnig umsjón með ræktun og útfærslu flugeldagarðsins í fyrra. Blómin í ár voru ræktuð í gróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands í Keldnaholti og verkið Eldblóm er framleitt af Níelsdætrum í samvinnu við Torg í biðstöðu og Reykjavíkurborg.