Bardagamaður Ah Sahm, aðalsöguhetja Warrior .
Bardagamaður Ah Sahm, aðalsöguhetja Warrior .
Ég lauk nýverið við aðra seríu bandarísku þáttaraðarinnar Warrior og má til með að mæla heilshugar með henni. Hún segir frá kínverskum innflytjendum í San Francisco-borg í Bandaríkjunum á síðari hluta 19. aldar.

Ég lauk nýverið við aðra seríu bandarísku þáttaraðarinnar Warrior og má til með að mæla heilshugar með henni. Hún segir frá kínverskum innflytjendum í San Francisco-borg í Bandaríkjunum á síðari hluta 19. aldar.

Í fyrirúmi eru stríðin milli gengja í Kínahverfi borgarinnar, svokölluð „Tong-stríð“, en inn í þau fléttast kynþáttafordómar úr öllum áttum, enda suðupottur innflytjenda frá öðrum löndum í borginni sem leiðir til ofbeldisfullra árekstra. Þá blæðir spillt borgarpólitík inn í allt samfélagið.

Warrior er úr smiðju Jonathans Tropper, sem gerði áður þáttaröðina Banshee , sem er ein sú ofbeldisfyllsta sem ofanritaður hefur séð. Warrior er ekki jafn ofbeldisfull þótt hún teljist mjög svo rík af ofbeldi svona almennt.

Hún byggir á skrifum Bruce Lee og hans mætu skrif í samblandi við færni Troppers til að gera gott sjónvarp skapa einhverja skemmtilegustu þætti sem hægt er að hugsa sér. Þar fara saman stórkostleg bardagatriði, gífurlegur fjöldi áhugaverðra persóna úr öllum stéttum samfélagsins í San Francisco, mikil spenna, gott glens á réttum augnablikum og algjörlega frábært drama. Aðra þáttaröð er að finna á streymisveitunni Stöð 2+, þótt ég viti ekki hvað hefur orðið um þá fyrstu.

Gunnar Egill Daníelsson

Höf.: Gunnar Egill Daníelsson