Garðabær Auður Íris Ólafsdóttir með boltann í leik með Stjörnunni.
Garðabær Auður Íris Ólafsdóttir með boltann í leik með Stjörnunni. — Morgunblaðið/Eggert
Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá ráðningu Auðar Írisar Ólafsdóttur og verður hún næsti þjálfari kvennaliðs félagsins. Stjarnan leikur í 1.

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá ráðningu Auðar Írisar Ólafsdóttur og verður hún næsti þjálfari kvennaliðs félagsins. Stjarnan leikur í 1. deild og tekur Auður við af Pálínu Gunnlaugsdóttur en Pálína hafði tekið við af Margréti Sturlaugsdóttur á miðju síðasta tímabili. Stjarnan hafnaði í sjötta sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og tapaði fyrir Grindavík í 1. umferð úrslitakeppninnar.

Í gær var einnig tilkynnt að Dagur Kár Jónsson hefði skrifað undir nýjan samning við Grindavík og leikur áfram með félaginu í körfunni á næstu leiktíð. sport@mbl.is