Frakkland Haraldur Franklín Magnús þurfti aðeins 64 högg.
Frakkland Haraldur Franklín Magnús þurfti aðeins 64 högg. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Haraldur Franklín Magnús, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, lét frábærlega á fyrsta keppnisdegi Open de Bretagne-mótsins í Frakklandi. Haraldur lék hringinn á 64 höggum og var á sjö höggum undir pari vallarins en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni.

Haraldur Franklín Magnús, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, lét frábærlega á fyrsta keppnisdegi Open de Bretagne-mótsins í Frakklandi. Haraldur lék hringinn á 64 höggum og var á sjö höggum undir pari vallarins en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni. Haraldur fékk sjö fugla á hringnum.

Haraldur er í öðru sæti að loknum fyrsta hringnum, höggi á eftir Timon Baltl frá Austurríki. Frakkinn Julien Brun og Jacques Blaauw frá Suður-Afríku léku einnig á 64 höggum. sport@mbl.is