Málinu lokið Viðburðurinn á Þorláksmessu dró dilk á eftir sér.
Málinu lokið Viðburðurinn á Þorláksmessu dró dilk á eftir sér. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eftirlitsnefnd með starfsháttum lögreglu hefur komist að þeirri niðurstöðu að háttsemi tveggja lögregluþjóna, á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, geti talist ámælisverð og tilefni sé til að senda þann þátt málsins til meðferðar hjá...

Eftirlitsnefnd með starfsháttum lögreglu hefur komist að þeirri niðurstöðu að háttsemi tveggja lögregluþjóna, á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, geti talist ámælisverð og tilefni sé til að senda þann þátt málsins til meðferðar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar um málið, sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Á upptökunum úr búkmyndavél lögregluþjónanna mátti heyra hluta samskiptanna milli lögregluþjónanna tveggja.

„Hvernig yrði fréttatilkynningin [...] 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar [...] er það of mikið eða?“

Þá svaraði hinn lögregluþjónninn: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það.“

Og einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis [...] svona [...] framapotarar eða þú veist.“

Nefndin telur einnig að endurskoða þurfi verklagsreglur er snúa að samskiptum lögreglu við fjölmiðla, en fram kemur í skýrslunni að „ekkert tilefni hafi verið til upplýsingagjafar af þessu tagi“.

Þar er vísað til þess að í dagbók lögreglu hafi komið fram að „háttvirtur ráðherra“ hafi verið meðal veislugesta. Forráðamönnum Ásmundarsalar var gert sektarboð þar sem ekki hafði verið tryggt að gestir bæru grímur öllum stundum. Þeir gengu að sektarboðinu, 200 þúsund á hvorn þeirra og er málinu lokið.