Kanadíska sópransöngkonan Barbara Hannigan syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum í Eldborg á opnunarhelgi Listhátíðar í Reykjavík á næsta ári, 3. og 4. júní 2022. Hannigan mun einnig stjórna hljómsveitinni.
Kanadíska sópransöngkonan Barbara Hannigan syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum í Eldborg á opnunarhelgi Listhátíðar í Reykjavík á næsta ári, 3. og 4. júní 2022. Hannigan mun einnig stjórna hljómsveitinni. Segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar að í mörg ár hafi verið í bígerð að fá Hannigan til landsins og að með sameinuðu átaki Listahátíðar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi það nú tekist. Hannigan nýtur mikillar aðdáunar víða um heim fyrir sönghæfileika sína og einnig sem hljómsveitarstjóri. Hefur hún starfað með fremstu sinfóníuhljómsveitum heims og frumflutt yfir 85 ný verk, þ.á m. verk eftir György Ligeti og Hans Abrahamsen. Hún hefur sungið í helstu óperuhúsum heims og hlotið fjölda verðlauna, m.a. Grammy-verðlaun og Léonie Sonning-verðlaunin árið 2020. Almenn miðasala á tónleikana hefst á mánudaginn, 28. júní, á sinfonia.is og harpa.is.