Þýskaland Ómar Ingi Magnússon var markahæstur með 8 mörk.
Þýskaland Ómar Ingi Magnússon var markahæstur með 8 mörk. — Morgunblaðið/Eggert
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur þegar Magdeburg tryggði sér þriðja sætið í þýsku bundesligunni í handknattleik í gær. Magdeburg gerði jafntefli 27:27 gegn Wetzlar á heimavelli og er þremur stigum á undan Füchse Berlín þegar lokaumferðin er eftir.

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur þegar Magdeburg tryggði sér þriðja sætið í þýsku bundesligunni í handknattleik í gær.

Magdeburg gerði jafntefli 27:27 gegn Wetzlar á heimavelli og er þremur stigum á undan Füchse Berlín þegar lokaumferðin er eftir. Ómar skoraði 8 mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir Magdeburg.

Kiel er í efsta sæti með 67 stig eftir sigur gegn Lemgo 33:23. Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá Lemgo með 7 mörk. Kiel er stigi á undan Flensburg sem Alexander Petersson leikur með og Rhein Neckar Löwen er í 5. sæti.