— AFP
Kona lést og hátt í hundrað var saknað í gær eftir að tólf hæða íbúðarhús í bænum Surfside í Flórída-ríki hrundi að hluta til. Leituðu björgunarmenn logandi ljósi í rústunum að eftirlifendum í kjölfar hrunsins, en um 55 íbúðir eyðilögðust í því.

Kona lést og hátt í hundrað var saknað í gær eftir að tólf hæða íbúðarhús í bænum Surfside í Flórída-ríki hrundi að hluta til. Leituðu björgunarmenn logandi ljósi í rústunum að eftirlifendum í kjölfar hrunsins, en um 55 íbúðir eyðilögðust í því.

Að minnsta kosti fjórtán manns var bjargað úr rústunum í gær.

Talið var að leitaraðgerðir gætu staðið yfir í heila viku hið minnsta, en á meðal þeirra sem saknað var voru fjórir Argentínumenn, þar af ein sex ára gömul stúlka.

Ekkert var vitað um ástæður þess að byggingin hrundi svo skyndilega, en bæjaryfirvöld í Surfside töldu að ekki hefði verið um sprengingu að ræða. Sjónarvottar lýstu hins vegar miklum drunum þegar atvikið varð.