Afreksmaður Helgi Sveinsson er hættur keppni í spjótkasti.
Afreksmaður Helgi Sveinsson er hættur keppni í spjótkasti. — Morgunblaðið/Valli
Helgi Sveinsson, fyrrverandi heims- og Evrópumeistari í spjótkasti, hefur ákveðið að leggja spjótið á hilluna.

Helgi Sveinsson, fyrrverandi heims- og Evrópumeistari í spjótkasti, hefur ákveðið að leggja spjótið á hilluna. Frá þessu er greint í Hvata, tímariti Íþróttasambands fatlaðra, sem aðgengilegt er á netinu en þar er Helgi í ítarlegu viðtali á þessum tímamótum.

Búist var við því að Helgi myndi taka þátt á Paralympics í Tókýó, sem haldnir verða í sumar þótt hann sé orðinn 42 ára. Helgi segir í viðtalinu að það hafi verið stefnan lengi vel en aðstæður hafi breyst í heimsfaraldrinum.