Í Eyjum Leikmenn Vals fagna sigrinum á Hásteinsvelli í gær.
Í Eyjum Leikmenn Vals fagna sigrinum á Hásteinsvelli í gær. — Ljósmynd/Sigfús
Landsliðsmiðherjinn Elín Metta Jensen var í sviðsljósinu þegar ÍBV og Valur áttust við í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gær.

Landsliðsmiðherjinn Elín Metta Jensen var í sviðsljósinu þegar ÍBV og Valur áttust við í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gær.

Valur sigraði 1:0 og er því kominn í undanúrslit keppninnar en ÍBV er úr leik. Elín Metta skoraði sigurmarkið með skalla eftir skyndisókn á 62. mínútu leiksins.

Hún átti eftir að koma meira við sögu því Elín var rekin af velli í uppbótartímanum. Fékk hún tvívegis gula spjaldið og í báðum tilfellum í uppbótartímanum.

Síðustu mínúturnar reyndust því kostnaðarsamar fyrir Val í þeim skilningi að helsti markaskorari liðsins er á leið í leikbann.

Hið sigursæla lið Vals hefur þrettán sinnum orðið bikarmeistari en þó ekki á síðustu árum. Valur varð síðast bikarmeistari kvenna í knattspyrnu árið 2011 eða fyrir áratug. kris@mbl.is