John McAfee
John McAfee
Spænsk stjórnvöld hófu í gær rannsókn á andláti Johns McAfee, höfundar tölvuvarnaforritsins McAfee, en hann lést í fyrrakvöld í fangaklefa sínum í Barcelona, þar sem hann beið þess að vera framseldur til Bandaríkjanna fyrir skattalagabrot.

Spænsk stjórnvöld hófu í gær rannsókn á andláti Johns McAfee, höfundar tölvuvarnaforritsins McAfee, en hann lést í fyrrakvöld í fangaklefa sínum í Barcelona, þar sem hann beið þess að vera framseldur til Bandaríkjanna fyrir skattalagabrot.

Lík hans var uppgötvað um kvöldmatarleytið og sagði talsmaður fangelsismála Spánar að svo virtist sem McAfee hefði fallið fyrir eigin hendi.

McAfee, sem var 74 ára, var handtekinn í október síðastliðnum, en hann var sakaður um að hafa vísvitandi vanrækt að senda inn skattskýrslur fyrir árin 2014-2018, þrátt fyrir að hann hefði þénað milljónir bandaríkjadala. Lá allt að 30 ára fangelsi við brotum hans.