Icelandair hækkaði mikið í verði.
Icelandair hækkaði mikið í verði.
Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands hækkaði um 0,66% í gær. Langmest hækkaði verð á bréfum flugfélagsins Icelandair, eða um 7,53% í 386 milljóna króna viðskiptum. Eftir hækkunina kosta bréf félagsins nú 1,57 krónur hver hlutur.

Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands hækkaði um 0,66% í gær. Langmest hækkaði verð á bréfum flugfélagsins Icelandair, eða um 7,53% í 386 milljóna króna viðskiptum. Eftir hækkunina kosta bréf félagsins nú 1,57 krónur hver hlutur.

Næstmest hækkun gærdagsins varð á bréfum í fasteignafélaginu Reitum, eða 1,85% í 716 milljóna króna viðskiptum. Gengi félagsins er nú 71,5 krónur hver hlutur. Þriðja mesta hækkunin á markaðnum í gær varð á bréfum Marels, en þau hækkuðu um 0,94% í 49 milljóna króna viðskiptum.

Nokkur félög lækkuðu í verði í gær. Mest varð lækkunin á bréfum Kviku, eða um 1,25% í 398 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkuðu bréf Íslandsbanka um 0,81% í 957 milljóna króna viðskiptum. Þriðja mesta lækkun gærdagsins varð á bréfum sjávarútvegsfyrirtækisins Brims, eða um 0,37% í 994 þúsund króna viðskiptum. Við lokun markaða í gær stóðu bréf félagsins í 54,3 krónum á hlut.