Leikkona Anya Taylor-Joy leikur í væntanlegri kvikmynd Edgars Wright.
Leikkona Anya Taylor-Joy leikur í væntanlegri kvikmynd Edgars Wright. — AFP
Nýjustu kvikmyndir leikstjóranna Kenneths Branagh og Edgars Wright verða meðal þeirra sem fumsýndar verða á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem haldin verður í september.

Nýjustu kvikmyndir leikstjóranna Kenneths Branagh og Edgars Wright verða meðal þeirra sem fumsýndar verða á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem haldin verður í september. Þykir hátíðin jafnan vísbending um hvaða kvikmyndir verði tilnefndar til Óskarsverðlauna en í fyrra fór hátíðin að mestu fram á netinu vegna Covid-19.

Kvikmynd Branaghs nefnist Belfast og er hann bæði handritshöfundur og leikstjóri hennar. Mun hún vera að hluta byggð á ævi Branaghs og segja af verkamannafjölskyldu á sjöunda áratug síðustu aldar. Meðal aðalleikara eru Jamie Dornan og Judi Dench. Kvikmynd Wrights heitir Last Night in Soho og er spennumynd. Segir í henni af ungri konu sem finnur einhvers konar gátt inn í aðra vídd og endar hún í London á sjöunda áratugnum. Meðal aðalleikara eru Anya Taylor-Joy, Thomasin McKenzie og Diana heitin Rigg.